Annarleg grein Kristrúnar

Punktar

Því meira sem ég les grein Kristrúnar Heimisdóttur, því annarlegri finnst mér hún. Allir aðrir en hún og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vita, að stjórn Sjálfstæðis og Samfylkingar samdi um IceSave við Bretland og Holland. Allir aðrir vita, að sú stjórn fékk lán hjá Bretum í árslok 2008 til að greiða IceSave. Það er lánið, sem Sjálfstæðisflokkurinn og Ingibjörg Sólrún neita að borga, þeirra eigið lán. Það var tekið eftir svonefnd Bruxelles-viðmið frá 13. nóvember 2008. Þau höfðu því ekki áhrif á þetta verk stjórnar Geirs H. Haarde. Það, sem síðan hefur gerzt, er, að vextir á IceSave hafa lækkað.