Ljósmyndari Associated Press í Írak er dæmi um geðþótta í fangelsunum og illri meðferð fanga hjá Bandaríkjastjórn. Ekki er vitað, að Bilal Hussein hafi gert neitt af sér og engin kæra hefur verið lögð fram á hendur honum. Hann hefur bara setið í fangelsi í fimm mánuði án dóms og laga. Þannig vinnur Bandaríkjastjórn. Hún tekur hvorki mark á bandarísku stjórnarskránni né á stjórnarskrá Sameinuðu þjóðanna. Hún æpir bara “terroristar, terroristar, verið hrædd” og setur blásaklaust fólk inn, án þess að það geti varið hendur sínar. Hjá Bush er geðveikin stjórnarstefna.