Aprílgabb um alþingishús

Punktar

Bezta „aprílgabbið“ var fréttin um, að Sigmundur Davíð þjóðmenningarráðherra hefði pússað rykið af hugmynd Guðjóns Samúelssonar um alþingishúsið. Enda ekki í hópi betri verka hans. Ólíkleg til að halda á lofti minningu hins merka arkitekts. Auk þess er búið að byggja betri byggingu. þar sem viðbyggingin átti að vera. Gabbið væri í samræmi við hugmynd ráðherrans um nýsmíðaðar fornminjar á Selfossi úr ýmsum áttum og frá ýmsum tímum. Þjóðmenning hans virðist snúast um ímyndir, þó öllu heldur martraðir. Svona gæti ég ímyndað mér kaldhæðið gabb. Ekki eyðileggja söguna fyrir mér með að neita, að þetta hafi verið aprílgabb.