Ár hins illa

Punktar

Fyrir nokkrum árum virtist mannkynið á leið til betra heims undir forustu Vesturlanda. Heimsveldi Sovétríkjanna og leppríkja þeirra var hrunið til grunna og eftir stóðu lýðræði, markaðsbúskapur og velferðarstefna sem algild markmið mannkyns. Mannkynssagan er á enda, sögðu fræðimenn. … Menn gældu meira að segja við þá hugmynd, að lýðræðisríki heimsins mundu bindast samtökum á borð við Evrópusambandið, veita hvert öðru aðgang að fjármagni, markaði, velferð og pólitískum stuðningi. Velgengni þessa hóps mundi soga að sér önnur ríki og harðstjórnir mundu hrynja um allan heim. … Þetta fór ekki svo. …