Mikill var fögnuður eina þingmannsins, sem opinberlega er andvígur velferðarkerfinu, Péturs Blöndal, sem telur farsælast, að hver sé sinnar gæfu smiður og höndli sjálfur sína peninga. Skattalækkunin dregur úr getu ríkisins til að reka velferðina. Því varð þingmaðurinn óvenjulega kátur. … Þótt skattalækkunin hafi verið milduð með því að hækka skattleysismörk og spýta aurum í barnabætur, varð fyrsti þingmaður einstaklingsfrelsisins afar hamingjusamur. Það segir okkur, að nettóniðurstaða frumvarpsins er meira frelsi einstaklingsins og minni velferð af hálfu Stóra bróður. …