Fyrirhuguð árás Bandaríkjanna á Írak mun leiða til fjölgunar í skæruliðahópum, sem reyna að stela gereyðingarsprengjum eða kaupa þær. Í skjalatösku má koma fyrir taugagassprengju til að granda hundrað þúsund manns. Um þetta má lesa í grein Richard Norton-Taylor í Guardian. Ef árásinni er ætlað að auka öryggi Vesturlanda, er hún á villigötum. Leynisþjónustur hafa staðfest, að ekkert samband var eða er milli Saddam Hussein og Al Kaída. Vesturlöndum stafar ekki hætta af Saddam Hussein, heldur Norður-Kóreu, Pakistan og róttækum skæruliðum á borð við Al Kaída, sem geta stolið gereyðingarvopnum eða keypt þau á svörtum markaði. Slík vopn er auðveldast að fá í Rússlandi, þar sem mútuþægir varðmenn gæta 20.000 kjarnaodda á 120 stöðum. Bush Bandaríkjaforseti hefur því miður stöðvað greiðslur, sem ætlað var að efla öryggi geymslustaðanna. Og hvað varð um Osama bin Laden? .