Stjórnmálafræðingurinn Samuel P. Huntington birti fræga grein, The Clash of Civilizations, árið 1993 í Foreign Affairs. Og samnefnda bók þremur árum síðar. Í skrifum sínum hélt Huntington fram, að þessi öld mundi einkennast af baráttu menningarheima. Einkum milli íslam annars vegar og vestrænu hins vegar. Bókin var óbeint andsvar við frægri bók Francis Fukuyama, The End of History. Hingað til hafa atburðir frekar hallazt að Huntington en Fukuyama. Ófriður í heiminum er mikill og nánast bara á mærum íslam eða innan íslam. Byltingarblóðbaðið í Tyrklandi er í beinu framhaldi af hryðjuverkum í Evrópu og landhlaupi á Balkan.