Aumingjar íslenzkrar embættismannastéttar koma fyrir Landsdóm hver á fætur öðrum og segja sömu sögu. Þeir sáu ekkert, vissu ekkert, gátu ekkert, gerðu ekkert. Aðrir áttu kannski að gera eitthvað, en ekki þeir sjálfir. Ekki var hægt að gera neitt, hrunið var meira eða minna óumflýjanlegt. Fyrirsjáanlegt með þriggja ára fyrirvara árið 2005. Þeir sögðu hver öðrum, að “lagastoðir skorti” til að taka til höndum. Stóra sagan er sú, sem Egill Helgason lýsir í bloggi sínu. Aumingjarnir játa, að þeir hafi fyrir löngu verið búnir að missa tökin. Í stjórnsýslu Íslands ríkti algert stjórnleysi árin hans Geirs.