Áróðursplagg Eyþórs Arnalds gegn Ríkisútvarpinu geigaði. Sé útvarpið dýrara en BBC í rekstri á hvern íbúa, má spyrja þá félaga: Eru aðstoðarmenn ráðherra hér dýrari á hvern íbúa en í Bretlandi? Allt er dýrara hér miðað við höfðatölu, jafnvel Eyþór Arnalds. Við gríni á Eyþór engin svör og þannig var hann hleginn í kaf. Hins vegar atast útvarpið í röngum póstum. Fé almennings á að nota til að halda úti menningu. Ekki til að sýna boltaleiki eða púkalega grínþætti fyrir fávita. Rusl geta allir sýnt fyrir fé auglýsenda. Rangar áherzlur útvarpsstjóra gefa höggstað á Ríkisútvarpinu. En heimska skýrslan sér um, að það líður hjá.