Sýslumaðurinn á Selfossi er kominn í fremstu víglínu hins rangláta kerfis. Sigar löggunni á almenning. Hefur gefið út handtökuheimild á 370 manns í Árnessýslu. Ekki á ráðherrana, þingmennina, bankastjórana, útrásarvíkingana. Heldur á almenning. Það er dæmigert fyrir firringu yfirstéttarinnar. Hún hyggst nú draga almenning til ábyrgðar fyrir sína eigin heimsku og vangetu. Þegar löggan fer að draga fólk til Ólafs Helga Kjartanssonar, er stigið fyrsta skrefið til blóðugrar byltingar hér á landi. Sýslumaðurinn er mikill forgöngumaður. Var fyrstur sýslumanna til að kæra mann fyrir að slasast.