Össur Skarphéðinsson hefur fyllt tómarúmið í forustu Samfylkingarinnar. Fer mikinn í greinum og er stundum orðheppinn. Árni Páll Árnason flokksformaður er hins vegar að mestu týndur. Segir fátt minnisstætt og fjölmiðlar nenna ekki að vitna í hann. Enda skilja fáir það, sem hann segir. Samfylkingin þarf að losa sig við hann sem fyrst. Katrín Jakobsdóttir er mun gæfulegri hjá Vinstri grænum, segir sumt, sem tekið er eftir. Um stjórnarsáttmálann sagði hún, að hann svaraði fáum spurningum, væri almennt orðaður og þar væri lítið um útfærslur. Ég man eftir þessu en ekki eftir neinu frá Árna Páli.