Árni Páll laug bara

Punktar

Árni Páll Árnason laug einfaldlega, að ekki væri stuðningur á Alþingi við stjórnarskrárfrumvarp þjóðarinnar. Alls hafa 32 þingmenn lýst skriflega stuðningi sínum. Á þeim lista eru ekki Árni Páll sjálfur og heldur ekki Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, meðreiðarsveinn Árna í lyginni. Í leiðindamálið flæktust líka formennirnir Katrín Jakobsdóttir og Guðmundur Steingrímsson. Þau létu Árna Pál ljúga sig full. Með því að kasta þjóðarfrumvarpi, sem kom út úr lögmætu ferli, er alþingi í þann mund að fremja glæp gegn lýðræðinu. Tillaga Árna Páls um, að allt ferlið sé bara skrípó, er rakin ósvinna.