Árni Páll Árnason félagsráðherra segir, að alls engar afskriftir á skuldum heimilanna séu forsenda samstarfs við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Annað hvort lýgur hann eða talar um leynisamning, sem enn hefur ekki verið opinberaður. Eftir streðið við að fá birta leynilega hliðarsamninga er ótrúlegt, að enn sé einn slíkur til. Ef hann birtist ekki í þessari viku, er ljóst, að Árni Páll lýgur. Niðurstaðan verður auðvitað sú, að ráðherrann laug. Enda kenna lygarar yfirleitt öðrum um allt, sem aflaga fer, í þessu tilviki Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Billegur pólitíkus grípur ætíð dauðahaldi í hálmstráin.