Árni Páll Árnason á að segja af sér sem formaður Samfylkingarinnar. Framtak hans í stjórnarskrármálinu var vægast sagt út úr kú. Nema hann hafi spillt því af ásettu ráði. Fyrirfram var ekki hægt að reikna með, að bófaflokkur á framfæri kvótagreifa mundi fallast á málamiðlun. Eftirgjöf mætir Flokkurinn jafnan með aukinni hörku. Telur eftirgjöf réttilega vera merki um ræfildóm og staðfestuleysi. Enda kom það á daginn, Árni Páll fékk ekki fimmeyring fyrir stjórnarskrána. Hann átti að beita ákvæði 71 í fundarsköpum Alþingis og fá afstöðu þingmanna upp á borðið. Er hér eftir stimplaður sem ræfill.