Árvekni fjölmiðla í gosinu

Punktar

Ekki vantaði árvekni og dugnað fjölmiðla við að segja okkur á vefnum í nótt frá eldgosinu á Fimmvörðuhálsi. Morgunblaðið hóf frásagnir kl.00:35, DV 17 mínútum síðar, síðan Pressan og Svipan rétt á eftir. Ríkisútvarpið var svo mætt kl.01:04 og Fréttablaðið síðast stóru miðlanna kl.01:22. Síðan hafa verið birtir tugir frétta, þar sem við gátum fylgzt með framvindunni. Þótt lítið sé vitað í myrkrinu, er þó ljóst, að gosið er lítið og án flóðs. Helzt eru það of víðtækar varnaraðgerðir, sem valda tjóni, einkum lokun flugvalla, svo sem Keflavíkurflugvallar. Gosið er orðið ígildi verkfalls í fluginu.