Frá Torfalæk um Ása í Húnaþingi að Húnavöllum.
Torfalækur er forn þingstaður og gaf hreppnum nafn til skamms tíma.
Byrjum við þjóðveg 1 við Torfalæk í Ásum. Förum suðaustur að Torfalæk og suður að Skinnastaðatjörn. Síðan suðaustur um Hæli og vestan við Torfavatn. Þaðan suðsuðaustur að Þjóðvegi 724 við Húnavelli.
8,7 km
Húnavatnssýslur
Nálægir ferlar: Hópið.
Nálægar leiðir: Húnavað.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort