Ást og friður í klofningi

Punktar

Þjóðin er klofin í herðar niður. Þriðjungur þjóðarinnar horfir upp á, að helmingur þjóðarinnar fordjarfar kosningarétti allra með sofandahætti og stuðningi við bófa. Við slíkar aðstæður er lítið rými fyrir sættir. Annað hvort sigra bófarnir eða ekki. Kemur þá Guðmundur Steingrímsson með Jóni Gnarr og boða ást og frið í pólitíkinni. Með öllu ósligaðir af stefnuskrá bjóða þeir friðsamlega sambúð með hverjum sem halda vill friðinn. Verð því að segja, að varla lízt mér skuggalegar á neitt framboð en einmitt Bjartrar framtíðar. Aðstæður eru varla þær í gúlaginu, að réttur tími sé fyrir sátt.