Ástand afneitunar

Punktar

Bob Woodward rannsóknablaðamaður gefur út bók um stríðsstefnu George W. Bush Bandaríkjaforseta. Titill hennar segir alla söguna, “State of Denial”. Þar kemur fram, að Bush og menn hans hafi aldrei viljað gera sér neina grein fyrir umfangi stríðsins gegn Írak og hernámi landsins að því loknu. Þar kemur fram, að sambúð hafi verið svo stirð, að Rumsfeld stríðsráðherra hafi neitað að taka símtöl frá Condoleezza Rice. Ennfremur, að yfirmaður bandaríska hersins í austurlöndum hafi sagt, að Rumsfeld njóti einskis trausts í hernum. Í bókinni er fullt af slíkum, safaríkum tilvitnunum.