Fjármálaráðherra og fyrrverandi forsætisráðherra tala í kross um verðtryggingu húsnæðislána. Sá fyrrverandi segir afnám hennar vera forsendu þess, að kosið verði í haust. Fjármála segir hins vegar, að verðtryggingin verði ekki afnumin af sitjandi ríkisstjórn. Ætlunin sé bara að „minnka vægi“ verðtryggingar til að auðvelda fólki að greiða niður höfuðstól húsnæðislána og fjármagna ný lán. Í meira lagi dularfullt orðalag um, að fátækir verði áfram látnir borga fyrir skuldseiga. Líklega verða ekki báðir aflendingarnir í skattaskjóli saman á mynd á nýjum glæru- og sjónhverfingafundi í Hörpu. Ástin er kólnuð og allt í frosti.