Ástin blómstrar milli forsetans og Framsóknar. Ólafur Ragnar Grímsson var kominn heim í þingsetningunni. Söng eins og turtildúfa. Raunar lítur hann svo á, að sáttmáli stjórnarflokkanna sé innblásinn af hans eigin sigurgöngu síðustu misseri. Svonefnd útflutningsleið hans og dálæti á spillingar- og mengunarríkjunum Kína og Indlandi mun sennilega móta utanríkisstefnu okkar. Einnig er líklegt, að þar muni einnig endurspeglast óbeit hans á Evrópu. Trúlegast finnst mér, að nýr og óreyndur utanríkisráðherra muni fá leiðsögn í þeim málum á Bessastöðum. Höfundur handritsins er Ólafur Ragnar Grímsson.