Kryddlegin hjörtu eru ástúðlegt matarhús við Skúlagötu 17 með stórum gluggum út að Esjunni. Speglar, trommur, rauðir veggir, risavaxnar ljósakrónur og ljósmyndir á striga. Lífrænt hráefni í girnilegu salatborði, í ferns konar súpum og í tvenns konar fiski. Salatið fylgdi súpum (1690 kr) og fiski (2490 kr) dagsins. Í gær voru sjávarréttasúpa, kókos-karrísúpa, tómat-lauksúpa og salsasúpa með kjúklingi. Fiskurinn var pönnusteiktur, borinn fram á kúskús. Það var langa kryddlegin í kóríander og keila kryddlegin í tandoori. Allt var þetta fínn matur. Fiskurinn séreldaður fyrir hvern og óvenju bragðgóður.