Átakanlegt var að sjá og heyra Helga Seljan valta kruss og þvers í Kastljósi yfir forstjóra Framtakssjóðs lífeyrissjóðanna. Finnbogi Jónsson gat engu svarað. Virtist ekki einu sinni skilja fyrirmæli ríkisins né Landsbankans sem viðeigandi. Gegnsæi skilur hann alls ekki. Nema þá sem eitthvað, er nota megi við sérstakar aðstæður. Vanhæfni vegna tengsla skilur hann alls ekki heldur. Telur hana til bóta. Sé hann skástur í hópi lífeyrissjóðsmanna, þá eru hinir gólandi uppi í trjánum. Félagar í lífeyrissjóðum ættu að flýja þaðan sem fætur toga. Svo að bjánar brenni ekki lífeyri þeirra upp til agna.