Fátækt hefðbundinna fjölmiðla og starfsmannastefna yfirmanna þeirra leiðir til yfirtöku nýrra fjölmiðla á alvörufréttum. Þeir hefðbundnu losuðu sig við dýra blaðamenn, sem gátu kafað ofan í mál og spurt erfiðra spurninga. Sumir þessara hæfileikamanna safnast saman á nýjum fjölmiðlum, svo sem á Kjarnanum. Hjá slíkum fjölmiðlum fáum við alvörufréttir, sem við söknum á hefðbundnum fjölmiðlum. Þar erum við laus við kranafréttir, þar sem ráðherra bullar án þess að vera minntur á réttar staðreyndir. Ráðherrar sækjast eftir samtali við fréttabörn hefðbundinna miðla. Þau leyna heimsku og eymd ráðherranna.