365 miðlar hafa snöggt glatað tveimur af sínum beztu mönnum. Fyrst Björgvin Guðmundssyni og síðan Þóri Guðmundssyni. Þórir er orðinn stjóri hjá Rauða krossinum. Björgvin flúði á Moggann, er spunakarlinn og orkuspillingar-gaurinn Björn Ingi Hrafnsson var gerður að ritstjóra Markaðarins. Um svipað leyti var annar spunakarl gerður að yfirmanni hjá 365, Steingrímur Sævarr Ólafsson. Ari Edwald útgáfustjóri telur spunakarla vera ekki bara jafnoka blaðamanna, heldur þeim fremri. Slík skoðun á fjölmiðlun kann ekki góðri lukku að stýra. Breytingar ársins fela í sér atgervisflótta frá 365 miðlum.