Þegar atkvæði Birgis Ármannssonar voru talin upp úr prófkjörinu, gleymdist að telja ógreiddu atkvæðin. Um 13.500 flokksmenn mættu ekki á kjörstað, væntanlega af andstöðu við keppinauta Birgis. Samkvæmt útreikningum Birgis ætti að bæta þeim við þau 3.200 atkvæði, sem hann fékk. Samtals naut hann því fylgis um 16.700 flokksmanna og er því sjálfsagður leiðtogi flokksins. Birgir varð nýlega frægur sem “umboðsmaður ógreiddra atkvæða”, þegar hann bauð fólki útreikninga af þessu margbrotna tagi. Sérþjálfaður í uppistandi í hálftíma hálfvitanna á Alþingi á hann væntanlega bjarta framtíð í flokknum.