Senn hefst atlaga Grindavíkur og HS Orku að Eldvörpum, einstæðri gígaröð, sem ætti að vera á heimsminjaskrá. Slíkt náttúrufyrirbæri finnst nefnilega ekki annars staðar í heiminum. Unnt hefði verið að nýta þessa stórbrotnu perlu sem verðmætan ferðamannastað í næsta nágrenni við alþjóðaflugvöllinn í Keflavík. En nú á að slétta Eldvörpin út til að mynda tvö 7500 fermetra borsvæði eftir heitu vatni. Jarðraskið er óafturkræft. Fengi heilbrigð skynsemi að ráða, væri allur Reykjanesskaginn vel í sveit sett gósenland fyrir ferðaþjónustu. En viljalausa þrælaþjóðin leyfir ævinlega sérhagsmunum verstu bófanna að ráða siglingunni.