Atlantsgjáin dýpkar

Punktar

Frakkar vinna 1562 stundir á ári og Bandaríkjamenn vinna 1877 stundir, hafa lengri vinnudaga, færri frídaga og mun styttra sumarfrí. Frakkar og fimm aðrar Evrópuþjóðir bæta sér þetta upp með því að hafa 7% meiri framleiðni og með því að leggja áherzlu á lífgæði utan vergrar landsframleiðslu. … Heilsa er betri í Vestur-Evrópu en í Bandaríkjunum, ævilíkur eru lengri og ungbarnadauði er minni. Hjartasjúkdómar og krabbamein hafa minni útbreiðslu. Evrópumönnum líður betur en Bandaríkjamönnum, enda nota þeir 16% landsframleiðslu til tekjujöfnunar meðan Bandaríkjamenn nota aðeins 11% hennar. …