Blaðamaður alþjóðamála númer eitt er Seymour M. Hersh hjá New Yorker. Lesið nýjustu grein hans um ástandið í Pakistan, sjötta fjölmennasta ríki heims. Land mikilla trúaröfga og minnkandi jafnvægis. Innviðirnir eru veikir og fátækt gríðarleg. Pólitíkusar eru margir feikilega spilltir. Herinn er undir auknum áhrifum íslams og þar njóta talíbanar aukins stuðnings. Skólar fyrir hryðjuverkamenn eru flestir í Pakistan. Ofan á öll þessi ósköp er landið kjarnorkuveldi með 90 kjarnaodda. Bandaríkin eru dauðhrædd um, að þeir lendi í höndum talíbana, en geta lítið gert vegna vaxandi óvildar landsmanna.