Atómfriður á enda

Greinar

Þjóoðir austurs og vesturs hafa búið við kjarnorkufrið í aldarþriðjung. Kalda stríðið hefur verið mismunandi kalt, en aldrei öðru vísi en kalt, þótt sundum hafi hitnað í kolunumm hér og þar í heiminum, stundum með þátttöku heimsveldanna.

Þessi kjarnorkufirður gagnkvæmur ógnunar er sífellt að verða ótryggari. Áður stafaði hætta aðallega frá hugsanlegum árásaraðila, en nú eru vopni sem slík í vaxandi mæli að verða veigamesta ógnunin við heimfriðinn.

Árin 1979 og 1980 sýdni bandarískur tövlubúnaður þrisvar sinnum, að sovézk kjarnokruárás væri hafin. Þetta ókst að leiðrétta í tæka tíð. En smám saman styttist tíminn, sem menn hafa til að grópa í hina sjálfvirku viðbúnaðarvél.

Ef Bandaríkjamenn koma Pershing 2 kjarnorkuvopnum fyrir í Vestur-Evrópu árið 1984, geta þeir rústað kjarnorkuvarnir Sovétmanna á sex mínútum. Þetta er svo skammur tími, að Sovétmönnum gefst ekki tími til að skoða málið.

Þess vegna munu þeir koma sér upp algerlega sjálfvirkum viðbúnaði til varna. Þeir verða að treysta á tölvur sínar, sem eru lakari en hinar bandarísku. Þegar ljósin fara að blikka, er ekki tími til að leita að hugsanlegri bilun.

Þannig er hinn aldarþriðjungs gamli og tryggi kjarnorkufriður smám saman að breystast í öruggan ófrið. Tæknin og tímahrakið hafa tekið völdin af stjórnmálamönnum og herforingjum. Á endanum leiðir lítil bilun til sjálfvirks stríðs.

Þetta er ástandið, sem hefur leitt til víðtækrar friðarhreyfingar á Vesturlöndum. Menn eru að vakna upp við hinn vonda draum, að kalda stríðið milli austurs og vesturs getur aðeins endað með ósköpum, þótt enginn sækist eftir þeim.

Hin nýja friðarhreyfin er víðtækari en hinar fyrri. Hún nær til hægri manna og vinstri, ungar og gamalla. Hún nær til hægri manna og vinstri, ungra og gamalla. Hún nær meira að segja til áhrifamikilla stjórnmálamanna. frystigarstefna Edwards Kennedys er eitt kunnasta dæmið um það.

Þessi friðarhreyfing hefur líka aðgang að betri upplýsingum en hinar fyrri. Hún hefur aðgang að rannsóknastofnunum og vísindamönnum, sem geta dregið í efa fullyrðingar hernaðarkerfa um, að þau séu að dragast aftur úr.

Samkeppni upplýsinga á Vesturlöndum um hermál er smám saman að leiða til samkomulags friðarhreyfingar og hernaðarkerfa um, hvað séu réttar upplýsingar og hvað ekki. Hvorugur aðilinn getur lengur haldið fram algerum firrum.

Einn hrikalegan veikleika hefur þó friðarhreyfingin. Og hún hefur enn sem komið er lítið gert til að horfast í augu við hann. Spurningin er, hvort hún stirðnar og koðnar niður, ef hún kemst ekki yfir veikleikann.

Hann er sá, að friðarhreyfingin hefur aðeins friðaráhrif öðrum megin við járntjaldið. Fyrir austan er litið á friðarhreyfinguna sem dæmi um, að Vesturlönd séu að grotna innan frá og því megi sýna þeim meiri fetu á alþjóðavettvangi.

Keremlverjar eru að komast á þá skoðun, að þeir þurfi ekki að semja um gagnkvæma afvopnun. Vesturlönd muni smám saman afvopnast einhliða. Vestrænr sjtórnmálamenn og síðan heilar ríkisstjórnir muni ganga friðarhreyfingunni á hönd.

Slíkar freistingar Kremlverja magnar friðarhreyfingin og því meira sem hún verður öflugri. Á þessu þarf hún að finna lausn, ef hún á ekki sjálf að bætast í hóp alls þess sem þegar stuðlar að endalokum siðmenningarinnar.

Jónas Kristjánsson

DV