Atómvopn í Íran

Punktar

Peter Preston spyr í Guardian af hverju Íran megi ekki koma sér upp atómvopnum eins og nágrannar þess í austri, vestri og norðri, Pakistan, Ísrael. Rússland. Hann telur heimsfriði ekki ógnað, þótt Pakistan og Indland hafi atómvopn. Eðlilegt sé, að ríki, sem Bandaríkin ógna, þar sem Íran er í fremstu röð, leiti eftir öflugri vörnum. Svo er stóra spurningin: Af hverju gagnrýna Bandaríkin ekki Ísrael, sem óneitanlega er meiri ógnun við heimsfriðinn en flest önnur ríki? Hann telur ekki, að Bretland hafi neinn styrk af atómvopnum sínum, og ber það til dæmis saman við Þýzkaland, sem hefur þau ekki.