Við sjáum, hvernig átta ár af nýfrjálshyggju hafa leikið Bandaríkjamenn. Efnahagur ríkasta 1% af þjóðinni hefur batnað, en hagur hinna 99% hefur versnað. Atvinnuleysi hefur aukizt og þjóðarframleiðsla stendur í stað. Fjárfestingar eru engar af eigin fé. Tilfærsla fólks upp stéttastigann hefur nánast stöðvast. Lækkað hefur hlutfall fólks, sem á eigin íbúð. Velferð hefur hrunið, sérhver verður að sjá um sig sjálfur. Bandaríkin hafa leikið sig út í horn í alþjóðasamfélaginu. Vegna pyndinga á fólki, árása á önnur ríki og andstöðu við umhverfisvernd. Nýfrjálshyggjan hefur tapað.