Í nýrri skýrslu hjálparstofunnar Oxfam kemur fram, að átta menn eiga meira milli handa en 50% mannkyns. Þessi ofboðslegi munur er notaður til að keyra áfram hag hinna allra ríkustu á kostnað allra annarra. Honum er meðal annars beitt til að efla nýfrjálshyggju í pólitík. Til að efla slag fátæklinga um að komast niður á botninn í láglaunum til að fá vinnu. „Allt fyrir okkur og ekkert fyrir aðra“ eru einkennnisorð áttmenninganna. Hannes Hólmsteinn þýddi það á íslenzku sem „Græðgi er góð“. Munur þessi fer ört vaxandi, enda hefur nýfrjálshyggja verið við völd frá tíma Reagan, Thatcher og Davíð. (Hinir 8 ríku eru Gates, Ortega, Buffett, Helu, Bezos, Zuckerberg, Elison og Bloomberg). Senn fer að líða að byltingu.