Verið er að kaupa nýja ráðherrabíla. Skilmálarnir segja, að rúðurnar skuli vera óbrjótanlegar og hröðunin 8 sekúndur upp í 100 km hraða. Ég vissi ekki, að stjórnin teldi sig þurfa að bjargast á flótta, er líður á kjörtímabilið. Væntanlega tengist endurnýjun bílaflotans veruleika Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar. En svona fyrir áhorfanda virkar þetta dálítið eins og leifarnar af fylleríi hrunverja árið 2007. Kannski er þetta ótímabær yfirlýsing um, að kreppan eftir hrunið sé búin. Nú sé orðið óhætt að eyða og spenna. Verður nokkuð eftir af atkvæðum þarna, þegar kjörtímabilinu lýkur?