Áttavilltur Blairisti

Punktar

Skúli Helgason borgarfulltrúi er dæmi um, hversu langt Samfylkingin er komin út í ógöngur Blairismans. Segir Reykjavíkurborg verða að skera niður velferð til að eiga fyrir hærri launum. Velur að setja beint samband milli velferðar og óhóflegra launa leikskólakennara. Valið er fengið beint úr smiðju græðgisma nýfrjálshyggjunnar. Skúli atti skjólstæðingum borgarinnar gegn starfsfólkinu. Það er andstyggilegt, eins og raunar allur græðgismi Samfylkingarinnar. Svo eru menn þar á bæ hissa yfir, að Blairisti nái engum árangri sem formaður og að flokkurinn hafi glatað fylgi fólksins. Þetta gengi er samvaxið bófaflokkunum.