Áttaviti í fuglum

Punktar

Bréfdúfur rata, af því að þær eru með örlitlar járnflögur í húðinni ofan á gogginum. Þær snúast eftir segulsviði jarðar eins og áttaviti. Sama er að segja um farfugla, til dæmis kríuna okkar. Gerta Fleissner og fleiri þýzkir fræðimenn birtu þessar niðurstöður í tímaritinu Naturwissenschaften. Fleissner segir alla fugla hafa slíkar járnflögur. Þar á ofan hafa franskir vísindamenn fundið, að bréfdúfur eru minnugar, geta munað 1200 myndir af landslagi. Loks segja ítalskir fræðimenn, að þær finni mismunandi lykt af landi. Dúfur eru samt ekki taldar gáfaðastar fugla. Hrafninn er gáfaðri.