Nánast allir eru sammála um, að fjármálaráðuneytið hafi árum saman rekið landakröfur á hendur bændum af fáheyrðum ruddaskap. Í stað þess að reka eitt prófmál og semja síðan um afganginn, heldur ráðuneytið fram ítrustu kröfum upp í mitt hjónarúm bænda, sýslu eftir sýslu. Ekki þýðir að segja 537 milljóna kostnað ríkisins af málinu vera rugl úr ríkislögmanni. Það eru ráðuneyti og ríkisstjórn, sem bera ábyrgð á landsmeti í marklausri frekju. Ástæða þjóðlendumálanna er þó önnur: Lögmenn í ráðuneytinu eru að skapa áratugs atvinnu fyrir nokkra tugi lögfræðinga á kostnað skattgreiðenda.