Íslendingar fást ekki lengur að færiböndum. Hvar sem þú sérð færiband, eru útlendingar að verki. Í frystihúsum og sláturhúsum. Einkum þó og sér í lagi í stórframkvæmdum. Kárahnjúkavirkjun var reist af útlendingum. Eftir hrun felst atvinnubótavinna í útlendingum, samanber tónlistarhöllina. Verði álver reist, munu erlendir verktakar bjóða lægst og koma með erlenda verkamenn. Þeir eru ódýrari og álóður Gylfi Arnbjörnsson samþykkir þá. Allt úrelt iðja. Nútíminn felst í Marel og Össuri. En svoleiðis rís ekki í atvinnubótavinnu. Krafan um ríkisframtak er bara nútímaútgáfa gamla pilsfalda-kapítalismans.