Atvinnuleysi er lítið

Punktar

Sífellt kemur betur og betur í ljós, að atvinnuleysi er bara hluti af skráðu
atvinnuleysi. Útilokað er að fá smiði, málmiðnaðarmenn, rafvirkja, vélvirkja eða bílaviðgerðamenn til starfa. Sumir eru að vísu fluttir til Noregs. Allur þorri er þó í svartri vinnu og skekkir samkeppnislögmálin. Vinnumálastofnun og fleiri aðilar hafa reynt að kanna þetta, en sú vinna gengur of hægt. Yfir þúsund fyrirtæki hafa verið heimsótt, en úrvinnsla situr á hakanum. Á meðan grefur svarta vinnan undan siðferði samfélagsins. Setja þarf í forgang að koma böndum á svörtu vinnuna og láta alla vinnu sitja við sama hvíta borðið.