Vinnumálastofnun reynir af veikum mætti að hamla gegn fölskum kröfum um atvinnuleysisbætur. Sexhundruð manns tóku ekki vinnu, sem þeim bauðst. Af því að þeir voru fyrir í svartri vinnu. Nokkuð er um, að fólk líti á bætur sem uppbót á tekjur. Ég tel, að þriðjungur atvinnulausra sé í raun í svarta hagkerfinu. Útbreitt í hótel- og veitingabransanum og í viðgerðabransanum. Raunverulegt atvinnuleysi er miklu minna en tölur segja. 4000 manns hefur verið synjað um bætur af ýmsum gildum ástæðum. Ísjakinn er samt mun stærri, svindlið er meira. Raunverulegt atvinnuleysi er 5%. Sem er bara sáralítið.