Heilsukerfið verður lagfært upp í 11% af þjóðarútgjöldum með einfaldri aðgerð. Með auðlindarentu. Það þýðir uppboð allra veiðileyfa, allan fisk á markað og frjálsar handfærafæraveiðar gegn auðlindarentu. Síðari auðlindarenta á orku og stóriðju leysir svo fjárhagsvanda menntunar. Auðlindarenta á ferðaþjónustu leysir samanlagðan annan vanda. Ástæðulaust er að tala um að ná peningunum með afnámi fæðingarorlofs. Hrun heilsukerfis og menntakerfis stafar af fríðindum þeirra, er nærri ókeypis misnota auðlindir þjóðarinnar. Brynjar Níelsson getur lagt til, að fæðingarorlof verði afskaffað, en það er algerlega hans einkaböl.