TISA leynisamningur Bandaríkjanna og Evrópu er bein atlaga að vestrænu lýðræði. Þar fremur Martin Eyjólfsson landráð fyrir hönd Gunnars Braga. Ráðgert er, að ríki verði skaðabótaskyld gagnvart auðhringum, ef þau bæta hag launþega eða gera ráðastafir í umhverfis-, neytenda- eða heilsumálum. Útkomunni ráða hvorki hæsturéttir landa né fjölþjóðlegir dómstólar, heldur dómnefndir með fulltrúum auðhringa. TISA er vendipunkturinn, þar sem gerræði auðhringa tekur við af lýðræði. Samningurinn er fyrir auðgreifa gegn almenningi. Landráðin eru núna á blússandi ferð. Andstöðu er helzt að finna á þingi Evrópusambandsins. Ekki hér.