Á öllum sviðum sækja auðgreifar fram gegn þjóðinni og skófla þjóðarauði í sínar Tortólur. Kvótakerfið er skýrasta birtingarmynd þessa þjófræðis. En greifarnir sækja að öðrum auðlindum landsins. Vilja leggja kapal til Bretlands og þar með stórhækka orkuverð til neytenda. Vilja líka leggja víðerni landsins í rúst í þágu verksmiðja, sem valda mikilli mengun í byggð. Tveir stjórnmálaflokkar eru á framfæri greifanna og sömuleiðis flestir fjölmiðlarnir. Standa að samkomulagi annarra auðræðisþjóða um nýja réttarstöðu fyrirtækja sem jafnoka þjóðríkja. Grafa undan heilsugæzlu ríkisins og öðrum innviðum norræna velferðarkerfisins.