Nokkrir auðhringar standa fremst í baráttunni gegn framtíð mannkyns. Það eru einkum Exxon í olíunni, Philip Morris í tóbakinu og Monsanto í erfðabreyttu korni. Þau veita milljörðum til áróðursstofnana á borð við International Policy Network, American Enterprise Institute og Competitive Enterprise Institute. Þær segja loftslagsbreytingar af mannavöldum vera rugl, eitrið í tóbaki vera rugl og skaðsemi erfðabreyttra matvæla vera rugl. Allt eru þetta skoðanir, sem við sjáum yzt á hægri kanti samfélagsins, helzt í Vefþjóðviljanum. Landsvirkjun er af þessari tegund fyrirtækja.