Auðlindina á uppboð

Punktar

Hættum að rífast um, hvort auðlindarenta á fisk sé of lág eða of há. Setjum auðlindina bara á frjálsan markað einu sinni á ári. Þá sýna tilboðin, hver auðlindarentan á að vera. Annað er bara hagsmunapot og stjórnlyndi í einum graut. Þannig vilja bófaflokkarnir einmitt hafa það. Þess vegna er velferð í skralli og kjör langt út af kortinu. Allur fjórflokkurinn er sammála um, að ræna auðlind þjóðarinnar á þennan hátt. Líka Vinstri grænir og Samfylkingin, svo ég tali nú ekki um Bjarta framtíð. Þetta eru allt ræningjaflokkar. Burt með þá. Ég endurtek, að eina vitið er að setja kvótann á frjálsan markað.