Auðnum stolið undan

Punktar

Svissneski CREDIT SUISSE bankinn birtir tölur, sem sýna misjafnan auð þjóða. Þar er Ísland í næstefsta sæti á eftir Sviss. Nettó auður Íslending á hvern mann er sá næstmesti í Evrópu. En ójöfnuður er meiri hér en víðast annars staðar og fer ört vaxandi. Þriðjungur Íslendingar á minna en ekki neitt, hefur eignastöðu í mínus. Hálf þjóðin á minna en eina milljón í eignum. Ríkasta 1% þjóðarinnar á 25% allra eigna og auður þeirra hefur vaxið um 40% síðasta áratug. Þessar tölur segja okkur frá sprengingu í stéttskiptingu. Þjóðarauði okkar er stungið undan. Breytist ekki fyrr en bófaflokkunum verður úthýst úr alþingi og ríkisstjórn.