Auðræði án lýðræðis

Punktar

Kapítalisminn nær árangri í löndum, þótt þar sé ekki lýðræði. Kína er hrikalegasta dæmið um það. Auðræði án lýðræðis er stutt af fjölmiðlum Rupert Murdoch. Hann hefur komið sér inn fyrir dyrnar í Kína með því að ritskoða fréttir, sem valdhafarnir í Kína telja koma sér illa. Stöðugt fjölgar voldugum auðhyggjumönnum, sem telja lýðræði annað hvort óþarft eða til vandræða. Fyrr eða síðar kemur að uppreisn auðhyggjunnar, sem breytir lýðræði í auðræði. Bandaríkin nálgast þröskuld uppreisnarinnar. Þar stýrir auðmagnið kosningaúrslitum nú þegar. Þetta er stærsta ógnun nýrrar aldar.