Þótt lýðræði sé hér gallað, er það þó hátíð miðað við ýmis lönd, sem þó hafa frjálsar kosningar. Bandaríkin og Rússland eru dæmi um afleitt lýðræði. Í Bandaríkjunum styðja kjósendur auðræði. Allir þingmenn og forsetinn gæta aðeins hagsmuna auðmanna og stórfyrirtækja. Hér stefnir lýðræðið í sömu átt með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Í Rússlandi styðja kjósendur svo þjófræði. Vladimír Pútín og gæludýr hans ræna og rupla samfélagið að hætti íslenzkra útrásarvíkinga. Þjófræðið er þar eins augljóst og auðræðið í Bandaríkjunum. Kjósendur á báðum stöðum láta sér það í léttu rúmi liggja.