Sumir telja Ísland ekki vera ónýtt. Þá telja þeir einnig, að ýmis vandkvæði séu bara verkir í annars venjulegu lýðræði. Ég tel Ísland hins vegar ónýtt. Og tel raunar, að hér sé lýðræði bara að nafninu til. Hér ríkir auðræði og þjófræði í stað lýðræðis. Eins og í Bandaríkjunum er fábjánum haldið góðum í kosningum. Er gert með linnulausum áróðri, auglýsingum kvótagreifa og annarra auðgreifa, svo og slagsíðu á fjölmiðlum. Fólk heldur, að undralandið sé í alvörunni. Fá atriði eru jákvæð, svo sem brotthlaup Hönnu Birnu og innri styrkur embættismanna á nokkrum póstum. En á móti kemur löng röð dæma um innreið auðræðis og þjófræðis.