Auðræði og þjófræði

Punktar

Eins og í Bandaríkjunum hefur nánast allur auður verið færður í hendur örfárra manna. Hér eru það kvótagreifar og nokkrir aðrir auðgreifar, sem eiga flokka og fjölmiðla. Á sama tíma fjölgar þeim, sem eiga tæpast til hnífs og skeiðar. Ætli það sé ekki tæplega hálf þjóðin. Verkföllin miklu, sem nú blasa við, eru partur af óhjákvæmilegri styrjöld milli þeirra, sem eiga, og hinna, sem eiga ekki. En stríðið er víðar en í vinnudeilum. Bófar greifanna á alþingi sækja að fleiri þjóðarauðlindum en fiski, hóta uppsögnum og sækja að víðernum landsins. Þegar löggan byrjar að skjóta á andófsfólk, nær byltingin að snúa taflinu sér í vil.