Auðræði ryðst fram

Punktar

Lýðræði er á hröðu undanhaldi á vesturlöndum. Auðræði ryðst til valda, fyrst í Bandaríkjunum, svo í Bretlandi og loks í öðrum ríkjum. Þingmenn í Bandaríkjunum eru undantekningarlítið á framfæri banka og stórfyrirtækja og gæta hagsmuna þeirra. Bandaríkin nota afl sitt til að knýja auðræði upp á heiminn. Evrópa er í fjölþjóðlegum leynisamningum á borð við TISA knúin til að veita bönkum og risafyrirtækjum stöðu fullvalda ríkja. Jafnframt hefur komið í ljós, að græðgi auðræðisins er taumlaus. Það stefnir að þrælahaldi, þar sem lýðurinn fer á kaf í skuldir og verður að hlýða. Þetta ferli verður aðeins stöðvað með byltingu.